top of page

UNDRI penslasápa

Penslasápa er ætluð til að þvo olíumálningu úr penslum og öðrum málningaráhöldum. Sápan vinnur vel á olíu, fitu og tjöru og vinnur þar af leiðandi vel á óþornuðu límkítti svo sem Sika-Flex o.fl. teg. svo eitthvað sé nefnt. Einnig er vitað til að Undri penslasápa hefur verið notuð til þvotta á ullarfatnaði, gólfteppum og fatnaði sem hefur fengið í sig olíumálningu, tyggigúmmí, kertavax, og harpix (notað í handbolta) o.fl.
Við þvott á málningaráhöldum, svo sem penslum er pensilinn gegnvættur í efninu þannig að hann mettist allur og sápan látin vinna svo litla stund. Síðan er hann skolaður vel, helst undir rennandi vatni.

 

 

Helstu kostir UNDRA Penslasápu:

  • Auðveldara og fljótlegra að þrífa málningu úr penslum.
    · Það þarf ekki að margskola pensilinn undir vatni.

  • Gufar ekki upp og þar af leiðandi:
    · Nýtist 5-10 sinnum lengur.
    · Ódýrari, því það má margnota sama löginn.
    · Notendur anda ekki að sér eiturefnum.

  • Hárin á penslunum ýfast ekki þó hann sé margþveginn með efninu.

  • Bjargar hörðnuðum olíumálningarpenslum.
    · Já, það er satt, ef harðnaður pensill er látinn liggja í leginum 24 klst.  
      Þá verður pensillinn nothæfur og mjúkur aftur.

  • Umhverfisvænn:
    · Því til staðfestingar ber penslasápan norræna umhverfismerkið.
    · UNDRI brotnar hratt niður í náttúrunni.

UNDRI penslasápa er ætluð til þrifa á olíumálningu úr penslum og öðrum málingaráhöldum. Fjarlægir einnig óþornað kýtti.

Notið efnið óblandað. 

Leiðbeiningar:

  • Hellið hæfilegu magni í ílát til að gegnvæta pensilinn. 

  • Núið penslinum í sápunni. 

  • Skolið með vatni. 

Harðnaðir Penslar: 
Látið liggja í leginum í 1-2 daga og skolið. UNDRI er framleiddur úr innlendum mör, sem er vannýtt aukaafurð. 
UNDRI er auðniðurbrjótanlegur í náttúrunni og stenst lífniðurbrotsmælingu 301 B (OECD). 
UNDRI er örþeyta sem inniheldur tólgarprópýlester (unnin úr tólg) blandað ethoxýlatsápu og og vatni. 
UNDRI inniheldur ekki komplexbindandi efni sem geta verið skaðleg fyrir náttúruna. 


ER ÍSLENSK OG VISTVÆN PENSLASÁPA. NOTIST TIL HREINSUNAR Á ÖLLUM GERÐUM MÁLNINGARÁHALDA. 


Innihaldslýsing:
Tólgprópýonat, vatn, alkóhóletoxýlat, própanól, þráavari og ilmefni

Allir_Minni_8239-Pensla.jpg
Undri_Pensla.jpg
Penslasapa.png
bottom of page