top of page

UNDRI Iðnaðarhreinsilögur

Undri iðnaðarhreinsilögur er hreinsiefni sem nota má til allrar almennrar notkunar bæði til sjós og lands. Hann er kröftugt hreinsiefni sem virkar vel á olíu, fitu og tjöru. Hann er í senn olíueyðir og þvottaefni. Blandast eins og þurfa þykir hverju sinni. Lítið blandaður skilur Undri eftir bónhúð. Flest efni sem notuð hafa verið í vélarúmum skipa og til hreinsunar á olíuefnum hafa að mestum hluta verið gerð úr olíu, svo sem whitespritti, steinolíu, terpentínu og skildum efnum. Sápur hafa einnig verið notaðar til þessara þarfa, og innihalda þær oft mikið magn af sóda og hafa hátt sýrustig, þannig að þær geta verið skaðlegar mönnum og valdið tæringu á málmum. Þetta nýja hreinsiefni hefur hvorki skaðleg áhrif á menn, málma né vistkerfið yfirleitt. Engar eiturgufur eru af þessu efni og því er það ekki ofnæmisvaldandi. Ekki er nægilegt að efnið sé óskaðlegt, það þarf einnig að hafa notagildi, ekki síður en gömlu efnin. Það má segja að í þessu tilviki hafi vel tiltekist.

UNDRI Iðnaðarhreinsilögur - helstu kostir

 • Inniheldur engin leysiefni.

 • Má nota á loftræstingar.

 • Nota má sama efnið á

 • borð, gólf, veggi, vélarhluti og flísar.

 • Notendur anda ekki að sér eiturefnum.

 • Sýrustig ph7.7

 • Skaðar hvorki menn né málma

 • Umhverfisvænn:

 • Því til staðfestingar ber iðnaðarhreinsilögurinn norræna umhverfismerkið.

 • UNDRI brotnar hratt niður í náttúrunni.

Undri er vistvænn

 • UNDRI inniheldur ekki komplexbindandi efni sem geta verið skaðleg fyrir náttúruna.

 • UNDRI er auðniðurbrjótanlegur í náttúrunni og stenst lífniðurbrotsmælingu 301 B (OECD).

 • UNDRI er örþeyta sem inniheldur sojaprópýlester (unnin úr sojabaunum) blandað ethoxýlatsápu og og vatni.

Leiðbeiningar

 • Undri henta vel fyrir verkstæði, matvælavinnslur o.fl.

 • Undri iðnaðarhreinsilögur er til þrifa á gólfum, borðum, veggjum og vélarhlutum..

 • Undri inniheldur engin leysiefni og má nota án loftræstingar.

 • Efnið má nota óblandað eða blandað.

 • Úðið efninu á flötinn eða dreifið með kústi eða svampi.

 • Gott er að láta efnið vinna í nokkrar mín.

Blöndun:

Vélahlutar og verkfæri

1:3 - 1:10

Matvælavinnslur

1:20 - 1:5

Gólfþvottur

1:5 - 1:50

Innihaldslýsing

Sojaprópýonat, vatn, alkóhóletoxýlat og própanól.

svanur.png
Allir_Minni_8239-Hreinsi.jpg
Undri_Hreinsi.jpg
IÐNAÐARHREINSILÖGUR er fáanlegur í eftirfarandi umbúðum:
Hreinsilogur.jpg
bottom of page