top of page

UNDRI Línusápa

Undri línusápa er notuð til þvotta á fiskilínu. Öll óhreinindi nást mjög vel úr línunni og hún verður mýkri og meðfærilegri. Það sem gerir línusápuna hvað áhugaverðasta er að efnið skilur eftir fitu í línunni, sem síðar myndar brák í sjónum, og í hana sækir fiskurinn. Þeir sem gert hafa tilraunir með línusápuna fullyrða að í sumum tilfellum hafi afli aukist um allt að helming, eftir línuþvottinn. Best er að blanda 2-4% línusápu á móti 96-98% af vatni og láta línuna liggja 1-3 sólarhringa í baðinu. Leggið síðan óskolaða línuna í sjóinn.

UNDRI línusápa - helstu kostir

 • Eykur afla.

 • Mýkir línuna.

 • Auðveldar alla meðhöndlun línunnar.

 • Tærir ekki.

 • Önglar og beitningarvélar skaðast ekki af langvarandi notkun sápunnar.

 • Gufar ekki upp og þar af leiðandi:

 • Ódýrari, því það má margnota sama löginn.

 • Notendur anda ekki að sér eiturefnum.

 • Umhverfisvænn:

 

Því til staðfestingar ber iðnaðarhreinsilögurinn norræna umhverfismerkið.

UNDRI brotnar hratt niður í náttúrunni.

Undri er vistvænn

 • UNDRI inniheldur ekki komplexbindandi efni sem geta verið skaðleg fyrir náttúruna.

 • UNDRI er auðniðurbrjótanlegur í náttúrunni og stenst lífniðurbrotsmælingu 301 B (OECD).

 • UNDRI er örþeyta sem inniheldur sojaprópýlester (unnin úr sojabaunum) blandað ethoxýlatsápu og og vatni.

Leiðbeiningar

UNDRI Línusápa er ætluð til þrifa á fiskilínum. Blandið línusápuna 2-4% í vatn / 2-4L. í 100L. af vatni (volgt vatn virkar betur). Ef línan er mjög óhrein er gott að láta hana liggja í leginum í allt að 3 sólarhringa en við regluleg þrif í ca. 1-2 sólarhringa. Skolið línuna ekki eftir þvott. Eftir þrif verður línan mýkri og meðfærilegri. Ef geyma á línuna í lengri tíma skal skola hana eftir þrif.

EYKUR AFLA

Undri Línusápa er framleidd úr mör. Þegar þvegin lína hefur verið lögð myndast brák af mörnum sem fiskur leitar í og eykur þar með afla.

Innihaldslýsing

Sojaprópýonat, vatn, alkóhóletoxýlat og própanól.

UNDRI Línusápa er fáanleg í eftirfarandi umbúðum

Umbúðir.   í vinnslu

Undri LÍNUSÁPA
bottom of page