top of page

UNDRI Glans Bílasápa og Bón

UNDRI GLANS bílasápa og bón er notaður til að hreinsa óhreinindi af bifreiðum. Hann er í raun tvö efni í einu: sápa og bón. UNDRI GLANS bílasápa og bón er fljótleg og ódýrari leið til að fá bílinn hreinan og glansandi. Spúlið öllum lausum óhreinindum af, áður en þvottur hefst, til að rispa ekki lakkið. Hristið flöskuna. Úðið efninu á lakkið. Þrífið með kústið eða svampi, byrjið neðst svo efnið skolist ekki af (þú sért ekki búinn að skola efninu af) þegar kemur að neðri hluta bílsins. Að lokum er best að skola bílinn vel með vatni (sprauta vatni yfir allan bílinn) til að fyrirbyggja taumamyndun þegar bíllinn þornar.

UNDRI Glans Bílasápa og Bón - helstu kostir

Fljótleg leið til að fá bílinn glansandi hreinan.

  • Má nota daglega.

  • Má fara á blautan bílinn.

  • Best er að skola fyrst af laus óhreinindi til þess að koma í veg fyrir rispur á lakki bílsins þegar kústur er notaður.

  • Skilur eftir gljáa og bónhúð

  • Engin leysiefna lykt (terpentína)

  • Þess vegna tilvalinn til þrifa á bílnum innandyra.

  • UNDRI brotnar hratt niður í náttúrunni.

Undri er vistvænn

  • UNDRI inniheldur ekki komplexbindandi efni sem geta verið skaðleg fyrir náttúruna.

  • UNDRI er auðniðurbrjótanlegur í náttúrunni og stenst lífniðurbrotsmælingu 301 B (OECD).

Notkunarleiðbeiningar

  • UNDRI GLANS bílasápa og bón er fljótandi náttúruvænt bón sem skilar hágljáaáferð. Með GLANS bílasápu og bóni færðu bílinn hreinan og glansandi á örskömmum tíma. UNDRI GLANS bílasápa og bón inniheldur brasilíuvax sem ver lakkið.

  • Efnið má nota daglega.

  • Skolið bílinn til að fjarlægja laus óhreinindi.

  • Hristið flöskuna.

  • Úðið efninu á lakkið, byrjið neðst.

  • Þrífið með kústið eða svampi, byrjið neðst.

  • Skolið bílinn með vatni til að fyrirbyggja tauma.

Innihaldslýsing

Alkóhóletoxýlat og Brasilíuvax.

UNDRI Glans Bílasápa og Bón er fáanleg í eftirfarandi umbúðum

Allir_Minni_8239-GLANS.jpg
Undri_Glans_edited.jpg
glans.png
bottom of page