top of page

UNDRI Flísahreinsir

Þegar einstaklingar og fyrirtæki hugsa um val á ræstiefnum þarf að taka öll ræstiefni með í reikninginn. Ekki bara þau efni sem mest eru notuð. Því mikill kostnaður liggur í sérvörunum. UNDRI flísahreinsir er til margs nothæfur. Hann má m.a. nota til þrifa á baði, sturtuklefum, eldhúsum og í matsölum. Vöruna má nota til þrifa á allflestum yfirborðsflötum sem þar fyrir finnast, svo sem flísum, gólfum, áli og stáli. UNDRI Flísahreinsir fjarlægir alla fitu auðveldlega, þar með talið húð- og matvælafitu. UNDRI Flísahreinsir skilur eftir sig þunna fituhúð sem gefur gljáa. Þessi filma auðveldar mjög endurtekinn þvott vegna þess hve hratt hún gengur í efnasamband við vatn. Frískandi peruilmur er af vörunni og ilmar því rýmið sem þvegið hefur verið vel. Engar eiturgufur eru af þessu efni og því er það ekki ofnæmisvaldandi. UNDRI flísahreinsir er hvorki súr né basískur því sýrustig hans er ph7.7. Af þessum völdum mattar hann hvorki flísar, ál né stál.

UNDRI Flísahreinsir - helstu kostir

 • Ein vara í stað margra.

 • Fjölnota efni sem fækkar sérvörum og þ.a.l. ódýrari.

 • Hreinsar, flísar, eldavél, ísskáp, bað, vask, blöndunartæki klósett, ál, stál og aðra glansandi fleti.

 • Auðveldar þrif

 • Skilur eftir þunna glanshúð sem auðveldar þrif þegar þvegið er næst.

 • Mattar ekki

 • Hann er hvorki súr né basískur og skilur eftir glanshúð.

 • Góður ilmur

 • Að loknum þrifum ilmar rýmið af góðum peruilm.

 • UNDRI brotnar hratt niður í náttúrunni.

Verndum náttúruna

UNDRI inniheldur engin lífræn leysiefni né komplexbindandi efni sem geta verið skaðleg náttúrunni. UNDRI er auðniðurbrjótanlegur í náttúrunni og stenst lífniðurbrotsmælingu 301B(OECD) Gerlar éta 90% af UNDRA á 45 dögum. Eftir 90 daga hafa þeir étið hann allan og er UNDRI þá aftur kominn í eðlilega hringrás náttúrunnar.

Notkunarleiðbeiningar

Úðið UNDRA á flötinn sem hreinsa skal. Dreifið með kústi, bursta eða svampi. Látið efnið vinna í nokkrar mínútur. Kústið ef þurfa þykir. Að lokum skolið vel af með vatni. Láréttir fletir: Best að byrja þvott neðst og vinna sig upp. Við þvott á erfiðum óhreinindum er gott að nota efnið óblandað og leyfa efninu að vinna lengur. Látið efnið þó ekki þorna.

Blöndun:

UNDRA má nota ýmist blandaðan vatni eða óblandaðan.

Virkni UNDRA eykst eftir því sem blandan er sterkari og tíminn lengri sem hann fær til að vinna.

 • Flísar og postulín 1:1 - 1:5

 • Ál og stál 1:5

 • Borð og húsgöng 1:20

 • Gólfþvottur 1:50

Innihaldslýsing

Sojaprópýonat, vatn, alkóhóletoxýlat og própanól.

UNDRI Flísahreinsir er fáanlegur í eftirfarandi umbúðum

Allir_Minni_8239-Flisa.jpg
flisa.png
bottom of page