top of page

UNDRI Blettahreinsir

UNDRI blettahreinsir er ætlaður til að fjarlægja bletti úr fötum, dúkum og öðru taui, m.a. málningu, smurolíu, koppafeiti, tyggigúmmí, kertavax, trjákvoðu, harpix, banana, ávexti, djús, rauðvín, líkjör, varalit, kaffi, maskara, tómatsósu, meik, lím, óþornað límkítti og sót. UNDRI blettahreinsir vinnur einstaklega vel á allri olíu, fitu og tjöru.

UNDRI Blettahreinsir - helstu kostir

Einn blettahreinsir á fjöldann allan af blettum.

Málning úr fötum

Fjarlægir harðnaða vatnsmálningu úr fötum.

Fjarlægir óþornaða olíumálningu úr fötum.

Fitubletturinn eftir kertavaxið hverfur

Þekkt aðferð til að fjarlæga kertavax úr taui er að strauja dagblað ofaná blettinum. En við þessa aðferð verður fitublettur eftir í tauinu. Það verður enginn fitublettur eftir þegar UNDRI Blettahreinsir er notaður.

Umhverfisvænn:

Gerlar éta 90% af UNDRA á 45 dögum. Eftir 90 daga hafa þeir étið hann allan og er UNDRI þá aftur kominn í eðlilega hringrás náttúrunnar.

Undri er vistvænn

  • UNDRI inniheldur ekki komplexbindandi efni sem geta verið skaðleg fyrir náttúruna.

  • UNDRI er auðniðurbrjótanlegur í náttúrunni og stenst lífniðurbrotsmælingu 301 B (OECD).

  • UNDRI er örþeyta sem inniheldur sojaprópýlester (unnin úr sojabaunum) blandað ethoxýlatsápu og og vatni.

Notkunarleiðbeiningar

Berið UNDRA blettahreinsir á blettinn sem hreinsa skal, nuddið blettinn og leyfið UNDRA að vinna í nokkrar mínútur. Nuddið og skolið svo blettinn undir volgu rennandi vatni. Að lokum þvoið flíkina/tauið strax á viðeigandi hátt í þvottavél eða í höndum. Ath. Best er að reyna UNDRA blettahreinsir fyrst á lítið áberandi stað ef um viðkvæmt tau/flík er að ræða.

Erfiðir blettir

  • Lengið tímann sem UNDRI blettahreinsir fær að liggja á. (Láta blettinn ekki þorna)

  • Nuddið, skolið svo og setjið UNDRA blettahreinsir aftur á blettinn.

Endurtakið þar til bletturinn er horfinn.

Aðferðir við að fjarlæga nokkra algenga bletti úr taui

Fita, feiti, olía, koppafeiti, smurolía, varalitur, maskari, trjákvoða, harpix, ávaxtablettir, ávaxtasafi, appelsínur, epli, meik, tyggjó, sultur og bananar

Berið UNDRA blettahreinsir á blettinn og leyfið honum að vinna í 5 mín. Nuddið vel og skolið svo undir volgu rennandi vatni. Að lokum þvoið í þvottavél.

Kertavax

Brjótið og skafið kertavaxið úr tauinu. Berið UNDRA blettahreinsir á blettinn sem eftir er, leyfið honum að vinna í 5 mín. Nuddið vel og skolið svo undir volgu rennandi vatni.

Vatnsmálning

Berið UNDRA blettahreinsir á blettinn. Nuddið blettinn strax og leyfið honum að vinna í 10 mín. Nuddið vel og skolið svo undir volgu rennandi vatni.

Kók, kaffi, rauðvín, tómatsósa og líkjör

Berið UNDRA blettahreinsir á blettinn og leyfið honum að vinna í 60 mín. Nuddið vel og skolið svo undir rennandi volgu vatni. Að lokum þvoið í þvottavél.

Óþornuð olíumálning

  1. Berið UNDRA blettahreinsir á blettinn. Nuddið og leyfið honum að vinna í 5 mín. Nuddið aftur vel og skolið undir volgu rennandi vatni.

  2. Berið UNDRA blettahreinsir á blettinn. Nuddið og leyfið honum að vinna í 50 mín. Nuddið aftur vel og skolið undir volgu rennandi vatni.

  3. Berið UNDRA blettahreinsir á blettinn. Nuddið og leyfið honum að vinna í 10 mín. Nuddið aftur vel og skolið undir volgu rennandi vatni.

      Endurtakið lið 3 þar til bletturinn er horfinn.

​

UNDRI Blettahreinsir er fáanlegur í eftirfarandi umbúðum

​

Allir_Minni_8239-Bletta-nyr.jpg
Blettahreinsir.jpg
bottom of page